2008. február 11., hétfő

Velkomin

Ég flyt til Indlands á fimmtudaginn. Þetta er svo rosalega spennandi að ég byrjaði að blogga! Bæði á ungversku og íslensku, séstaklega fyrir ykkur svo að þið getið æft ungverskan ykkar á meðan ég er í burtu ;-)

Þá, til að byrja með, ég segi nokkuð orð um staðurinn hvar heimilið okkar við Einar verður í næsta 3 ár. Borgin heitir Pune, gamalt nafnið er Poona, og nafnið miðstöðsins er Sangam, sem þýðir "samkoma" á fallegan sanskrit tungumál. Þetta er mjög spes staður til að læra um mismunandi þjóðmenningar, Indverjar og þróa alls konar hæfileikar. Til dæmis, þið getið komin til Sangam til að synda saman í laugina með einverju frá Bahrain, eða til að leika "Rúllandi-veltandi-standandi" með Indverskt börn, eða til að þróa til dæmis samskiptahæfileikar ykkar. En það er líka í bestu lagi að koma bara svona, án sérstakan orsök! Hvenær kemurðu?

Sangam er spes líka af því að það er eitt af 4 kvenskátamiðstöð í heiminum! Við hjá Sangam óskum að bjóða tækifæri í fyrstu lagi handa unga kvenna til alls konar spennandi ævintýri, en ef þú ert ekki kona, né ung (nú þetta er reyndar erfitt að ákvæða...), þá samt endilega komdu að heimsækja Sangam, alls ekki hætta við!

1 megjegyzés:

  1. Til hamingju með nýja starfið! Sangam er sko rosalega heppin að fá þig til starfa!

    VálaszTörlés